Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 28. maí 2022 14:52 Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum. Skóla- og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Dúxar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum.
Skóla- og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Dúxar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira