Mark Zuckerberg sýnir myndir frá Íslandsreisunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2022 21:27 Zuckerberg, Priscilla ásamt þriðja aðila. Mark Zuckerberg Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, virðist hafa notið dvalarinnar á Íslandi vel ef marka má myndir sem hann deildi á samfélagsmiðlinum í kvöld. Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“. Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“.
Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06