Átta keppendur, einn sigurvegari
Átta draglistakvár tóku þátt í keppninni í gær. Í öðru sæti var Lola von Heart og var Twinkle Starr í því þriðja. Keppendur sýndu tvö atriði hver og í lok kvölds var það Lady Zadude sem stóð uppi sem sigurvegari og var einnig valin sem eftirlæti áhorfenda.
Drag er listform sem hefur tengst hinsegin samfélaginu síðastliðna öld eða svo og má segja að dragið sem slíkt sameini mörg listform í eitt.

Að launum hlýtur Lady Zadude fjölmarga vinninga frá styrktaraðilum keppninnar, en jafnframt styrk frá Hinsegin dögum til að útfæra þátttöku sína í Gleðigöngu Hinsegin daga og atriði fyrir á stóra sviðinu á útihátíð Hinsegin daga í Hljómskálagarðinum.

Upphitun fyrir Hinsegin daga
Í tilkynningu frá keppninni segir að keppnin í ár hafi verið eins konar atrenna að Hinsegin dögum, hátíð sameiningar og samþykkis, sem fara fram vikuna annan til sjöunda ágúst.
„Heimsfaraldur hafði áhrif á Hinsegin daga, eins og samfélagið allt, undanfarin tvö ár en í ár verður sannarlega blásið til herlegra hátíðarhalda,“
segir einnig í tilkynningunni.