Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 23:32 Beto O'Rourke, hér til vinstri, stal senunni á blaðamafundi ríkisstjóra Texas í dag. Rourke er keppinautur hans í komandi ríkisstjórakosningum í Texas. Jordan Vonderhaar/Getty Images Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57