Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 15:08 Zander Moricz í ræðupúlti við skólaslit Pine View-framhaldsskólans á Flórída. Twitter Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira