Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 15:08 Zander Moricz í ræðupúlti við skólaslit Pine View-framhaldsskólans á Flórída. Twitter Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning