Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 08:46 Brian Kemp stóð af sér atlögu frambjóðanda Trump í baráttu um ríkisstjóratilnefningu repúblikana í Georgíu. AP/John Bazemore Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira