Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:03 Rekstrarniðurstaða Play var neikvæð um 1,7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira