Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:22 Vigdís í pontu í Ráðhúsinu. Hún dró ekki af sér í gagnrýni sinni á Dag B. Eggertsson borgarstjóra og meirihlutann á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Hún telur víst að Dagur verði eftir sem áður borgarstjóri Reykvíkinga. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38