Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 11:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo fagna sigri með skemmtilegum hætti í gær. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira