Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 11:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo fagna sigri með skemmtilegum hætti í gær. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira