Nauðganir í hernaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2022 14:30 Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun