Sjötta umferð Bestu-deildar hefst á morgun með fjórum leikjum. ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli, Afturelding fer í heimsókn til KR í botnslag á Meistaravöllum, Keflavík mætir Þrótt á HS Orku vellinum og Stjarnan og Selfoss mætast á Samsungvellinum í Garðabæ.
Umferðin klárast svo með sannkölluðum stórleik þegar Breiðablik fær Val í heimsókn á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöldinu.
Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fara yfir alla umferðina en þáttinn í heild má sjá hér að neðan.