Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Meistara­deildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan.
Mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan. getty

Níu leikir fóru fram í Meistaradeildinni í gærkvöldi og öll 28 mörkin má sjá hér fyrir neðan. Meðal annars má sjá Dominik Szoboszlai renna boltanum undir varnarvegginn, Robert Lewandowski skora fyrir bæði lið, skallamark Moises Caicedo og mikla dramatík í Aserbaísjan.

Marseille - Liverpool 0-3

Aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, annað markið var sjálfsmark á 72. mínútu og Cody Gakpo innsiglaði svo sigurinn í uppbótartímanum.

Klippa: Marseille - Liverpool 0-3

Slavia Prag - Barcelona 2-4

Heimamenn í Slavia Prag komu á óvart og tóku forystuna með marki frá Vasil Kusej, en Barcelona-framherjinn Fermín López sneri leiknum við með tveimur mörkum fyrir hlé.

Robert Lewandowski var óheppinn og setti boltann í eigið mark og jafnaði metin í 2–2 rétt fyrir leikhlé, en gestirnir svöruðu af fullum krafti í seinni hálfleik.

Varamaðurinn Dani Olmo þrumaði boltanum í netið og kom Barcelona í 3–2 með glæsilegu langskoti, áður en Lewandowski bætti fyrir mistök sín og innsiglaði lokatölurnar 4–2 eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.

Klippa: Slavia Prag - Barcelona 2-4

Newcastle - PSV 3-0

Yoane Wissa (8. mínúta), Anthony Gordon (30. mínúta) komu Newcastle í 2-0 í fyrri hálfleik og Harvey Barnes innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 65. mínútu.

Klippa: Newcastle - PSV 3-0

Chelsea - Pafos 1-0

Skallamark Moisés Caicedo á 78. mínútu tryggði Chelsea nauman 1-0 sigur á kýpverska félaginu Pafos.

Klippa: Chelsea - Pafos 1-0

Bayern - Union St. Gilloise 2-0

Harry Kane skoraði mörkin á 52. og 55. mínútu en seinna markið var úr víti. Kane fékk tækifæri til að innsigla þrennuna á 81. mínútu en skaut þá í stöngina úr vítaspyrnu.

Klippa: Bayern - Union St. Gilloise 2-0

Juventus - Benfica 2-0

Khéphren Thuram-Ulien og Weston McKennie tryggðu Juventus 2-0 sigur á Benfica.

Klippa: Juventus - Benfica 2-0

Atalanta - Athletic 2-3

Athletic Club Bilbao vann 3-2 útisigur á Atalanta á Ítalíu. Gorka Guruzeta, Nico Serrano og Robert Navarro skoruðu mörkin en Navarro átti einnig tvær stoðsendingar. Gianluca Scamacca og Nikola Krstovic skoruðu mörk ítalska liðsins.

Klippa: Atalanta - Athletic 2-3

Qarabag - Frankfurt 3-2

Camilo Duran skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna, kom Qarabag í 1-0 á 4. mínútu og jafnaði svo metin í 2-2 á 80. mínútu.

Can Uzun jafnaði fyrir Frankfurt á 10. mínútu og Fares Chaibi kom þýska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru Aserarnir búnir að jafna.

Þeir voru ekki hættir heldur tryggðu sér dramatískan sigur með síðustu spyrnu leiksins.

Klippa: Qarabag - Frankfurt 3-2

Galatasaray - Atlético Madrid 1-1

Giuliano Simeone, sonur þjálfarans, kom Atlético yfir með skalla á fjórðu mínútu.

Marcos Llorente varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 20. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Klippa: Galatasaray - Atlético Madrid 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×