Ökumaðurinn mun hafa verið sviptur ökuréttindum á staðnum en er sagður hafa neitað að undirgangast rannsóknir sem honum bar samkvæmt lögum. Viðkomandi gistir fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann í dag, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar kemur einnig fram að karlmaður hafi verið handtekinn vegna líkamsárásar og að fórnarlamb þeirrar árásar hafi verið flutt án meðvitundar á sjúkrahús.
Þá var karlmaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við skoðun kom í ljós að viðkomandi hafði dvalið of lengi á Schengen-svæðinu. Félagi mannsins hafði líka dvalið of lengi á svæðinu. Mál þeirra eru í skoðun og dvelja í fangageymslu með á því stendur.
Alls sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 109 verkefnum frá sjö í gærkvöldi þar til sjö í morgun.