Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. maí 2022 14:30 Retiro-garðurinn í Madrid. Cezaro De Luca/Europa Press via Getty Images Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út. Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út.
Spánn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira