Róbert Gunnarsson og Davíð Örn taka við Gróttu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 08:00 Róbert Gunnarsson er nýr þjálfari Gróttu. Grótta Grótta mætir með töluvert breytt þjálfarateymi til leiks í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Davíð Örn Hlöðversson munu stýra liðinu. Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Sjá meira
Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Sjá meira