Róbert Gunnarsson og Davíð Örn taka við Gróttu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 08:00 Róbert Gunnarsson er nýr þjálfari Gróttu. Grótta Grótta mætir með töluvert breytt þjálfarateymi til leiks í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Davíð Örn Hlöðversson munu stýra liðinu. Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira