Leikurinn var jafn og spennandi en Valsmenn sigu fram úr undir lokin. Þeir unnu 4. leikhlutann 23-11.
Uppselt var á leikinn og sennilega hafa aldrei verið á leik í Origo-höll þeirra Valsmanna. Stemmningin var frábær og áhorfendur létu vel í sér heyra.
Bára Dröfn Kristinsdóttir, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og fangaði stemmninguna, gleðina og sorgina. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá leiknum.










