Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 06:00 Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Egill Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira