Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 06:00 Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Egill Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira