Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 11:25 Þorgerður Katrín lætur sér hvergi bregða þó hún sé ekki eins vel til höfð og að var stefnt en utanríkismálanefnd er nú stödd á eistneska þinginu. Hluti farangurs nefndarmanna skilaði sér ekki á áfangastað. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.
Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira