Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 11:25 Þorgerður Katrín lætur sér hvergi bregða þó hún sé ekki eins vel til höfð og að var stefnt en utanríkismálanefnd er nú stödd á eistneska þinginu. Hluti farangurs nefndarmanna skilaði sér ekki á áfangastað. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.
Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira