Innlent

Víða rigning en dregur smám saman úr vætu þegar líður á daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu átta til fjórtán stig. Myndin er úr safni.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu átta til fjórtán stig. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Nú er suðaustan kaldi og víða rigning eða súld, en í dag dregur smám saman úr vætu og seinni partinn léttir jafnvel til norðaustanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu átta til fjórtán stig.

„Austan stinningskaldi eða allhvasst við suðurströndina á morgun, annars mun hægari vindur. Bjart með köflum og fremur hlýtt um landið norðan- og vestanvert, en þokuloft eða dálítil súld á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Á þriðjudag er útlit fyrir ákveðna austanátt með rigningu, einkum suðaustanlands, en að mestu þurru norðan heiða.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Austlæg átt 3-10, en 10-15 syðst á landinu. Dálítil súld suðaustantil og þokuloft við austurströndina, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.

Á þriðjudag: Austan strekkingur og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Hægari vindur og þurrt norðan heiða, hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt með rigningu, fyrst um landið austanvert en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á fimmtudag: Austan- og suðaustanátt, nokkuð vætusamt og milt veður, en úrkomulítið norðaustanlands.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og allvíða skúrir, hiti 8 til 14 stig.

Á laugardag: Vestlæg átt, smáskúrir og heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×