Alls voru sautján lög í riðlinum síðastliðinn þriðjudag. Mia Dimšić, sem keppti fyrir hönd Króatíu með lagið Guilty Pleasure, sat í ellefta sæti og var með 75 stig en Ísland var 28 stigum yfir. Kalush Orchestra frá Úkraínu fengu 337 stig á fyrra undankvöldinu og voru í fyrsta sæti.
LPS frá Slóveníu voru lægstir í riðlinum í sautjánda sæti með lagið Disko og fengu þeir alls fimmtán stig.
Eins og fram hefur komið sigraði Úkraína Eurovision. Ísland endaði í 23. sæti.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.