Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2022 19:30 Sigga á Grund við hestana sína fimm með öllum gangtegundum íslenska hestsins, sem hún hefur nú lokið við að skera út. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi. Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi.
Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira