Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 23:03 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir ótækt að húsnæðismarkaðurinn valdi því að ójöfnuður aukist fram úr öllu hófi. Vísir/Vilhelm Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni: Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni:
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30