Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 23:03 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir ótækt að húsnæðismarkaðurinn valdi því að ójöfnuður aukist fram úr öllu hófi. Vísir/Vilhelm Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni: Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni:
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30