Þessu breytti Viðreisn Pawel Bartoszek skrifar 13. maí 2022 15:32 Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því. Viðreisn lofaði fyrir kosningarnar 2018 að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Enginn annar flokkur setti slík loforð fram. Við náðum því í gegn og fasteignaskattarnir lækkuðu í 1,60 árið 2021, sem var ári á undan áætlun. Við ætlum að lækka þá enn meir. Viðreisn lofaði sumaropnun leikskóla. Við stóðum við það. Hugmyndin mætti nokkurri andstöðu og ég þori að fullyrða að hún hefði ekki orðið að veruleika ef Viðreisnar nyti ekki við. Viðreisn lofaði að gera Laugaveg að göngugötu allt árið. Aðrir flokkar í meirihlutanum voru sammála þessu en það var Viðreisn sem setti málið á dagskrá í kosningabaráttunni. Andstaðan meðal sumra hagaðila og annarra flokka var mikil en jákvæð reynsla af göngugötunni nú talar nú sínu máli. Við ætlum að lengja hana. Viðreisn setti sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða á dagskrá. Nú er búið að tryggja félaginu nýja staðsetningu og samþykkja skoðun á kostum og göllum sölunnar. Aðrir flokkar voru ekki með þessa áherslu og ég þori að fullyrða að meirihluti án þátttöku Viðreisnar hefði ekki sett málið í þennan farveg. Viðreisn hefur talað fyrir markaðslausnum. Þegar rafskútubyltingin náði til Íslands voru uppi ýmsar hugmyndir um að velja einn eða fá aðila til að þjóna borginni og setja mjög skýran ramma um starfsemina. Viðreisn hefur talað fyrir því að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég fullyrði að þessi markaður hefði ekki orðið jafn frjáls og blómlegur ef Viðreisn hefði ekki staðið vörð um þau gildi. Viðreisn hefur staðið vörð um ábyrgan rekstur. Þegar krísan skall á af fullum þunga var ljóst að það stefndi í erfið ár. Viðreisn lagði áherslu á skýra langtímasýn í fjármálum borgarinnar. Borgin hefur þannig sett sér markmið um hallalausan rekstur frá miðju næsta kjörtímabili og eigin skuldaviðmið í stað þeirra sem ríkið hefur tímabundið numið úr gildi. Viðreisn hefur leitt vinnu við mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem nú hefur litið dagsins ljós. Enginn flokkur lagði áherslu á atvinnumálin í seinustu kosningabaráttu með sama þunga og Viðreisn. Loks má nefna að á kjörtímabilinu var unnin fagleg forgangsröðun íþróttamannvirkja. Fátt er meira umtalað en hvaða íþróttamannvirki eigi að byggja næst og hvar og því er mjög merkilegt að Reykjavíkurborg og íþróttahreyfingin í Reykjavík hafi komið sér saman um sameiginlegan lista forgangsröðunar sem byrjað er að vinna eftir. Uppbyggingin í á gervigrasvöllum Þróttar, viljayfirlýsing um nýja höll í Laugardal, stækkun aðstöðu fyrir fimleika í Árbæ og fyrirhuguð uppbygging á KR-svæðinu eru öll afleiðing þessarar skýru forgangsröðunar. Að lokum, og það skiptir einna mestu máli, þá er Viðreisn ábyrgur flokkur sem getur unnið með öðrum og aðrir vilja vinna með. Fólk getur treyst á ábyrgð og stöðugleika í borgarstjórn þar sem Viðreisn er í sterkri stöðu. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar