Það sem ekki sést í heilbrigðiskerfinu Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:31 Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar