„Erum að fara að keppa um titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:00 Hilmar Smári Henningsson ætlar sér stóra hluti með Haukum. vísir/bjarni Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla. Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira