Breiðholt, besta hverfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifa 13. maí 2022 08:01 Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun