Breiðholt, besta hverfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifa 13. maí 2022 08:01 Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun