Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum Kjartan Magnússon skrifar 11. maí 2022 20:31 Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun