Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun