Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar