Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 21:50 Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk gegn sínu gamla félagi. vísir/hulda margrét Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Patrick Pedersen kom Val yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks sem var mjög jafn. Í seinni hálfleik voru Valsmenn miklu sterkari og spiluðu stórvel. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum í 2-0 á 62. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Guðmundur Andri Tryggvason þriðja mark heimamanna. Tryggvi Hrafn skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark Valsmanna á 72. mínútu. Valur er enn í 2. sæti deildarinnar, nú með þrettán stig. ÍA, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð með markatölunni 1-9, er í 7. sætinu með fimm stig. Valsmenn fagna en Aron Bjarki Jósepsson skilur ekki neitt í neinu.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn var daufur með afbrigðum. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og leikurinn var einstaklega flatur. Á 24. mínútu fóru Skagamenn í skyndisókn, Kaj Leó í Bartalsstovu átti góða sendingu á Gísla Laxdal Unnarsson sem skaut yfir úr dauðafæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn sóttu Valsmenn æ meira aftur fyrir bakverði ÍA. Eftir eina slíka sókn á 33. mínútu skaut Arnór Smárason framhjá. Og á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Valur svo eftir svipaða sókn. Birkir Heimisson átti þá langa sendingu upp í hægra hornið á nafna sinn Má Sævarsson sem lagði boltann út í vítateiginn á Pedersen sem skoraði af öryggi. Patrick Pedersen fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hann kom Val í 1-0.vísir/hulda margrét Í seinni hálfleik var bara spilað á eitt mark og Valsmenn spiluðu sennilega sinn besta fótbolta á tímabilinu. Sókn Vals var þung og Árni Snær Ólafsson varði tvisvar vel frá Tryggva og Guðmundi Andra. En markið lá í loftinu og það kom 62. mínútu. Árni varði frá Pedersen í dauðafæri, boltinn hrökk á Arnór Smárason sem lagði hann á Tryggva sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Skagamenn voru enn vankaðir eftir mark Tryggva og þremur mínútum voru þeir slegnir í rot. Guðmundur Andri jók þá forskotið í 3-0 þegar hann skoraði eftir sendingu Arnórs sem átti afar góðan seinni hálfleik. Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í vörn Vals áttu náðuga kvöldstund.vísir/hulda margrét Á 72. mínútu átti Alexander Davey ömurlega sendingu út úr vörninni, beint á Birki Heimisson sem fann Tryggva sem sneri boltann laglega í fjærhornið. Skömmu síðar átti varamaðurinn Orri Hrafn Kjartansson skot sem small í stönginni á marki ÍA. Skagamenn gerðu sig aldrei líklega í seinni hálfleik og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð með fjögurra marka mun. Valsmenn eru aftur á móti á fínu róli og spilamennskan í seinni hálfleik var hreinasta afbragð. Heimir: Það besta sem við höfum gert Heimir Guðjónsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Helga Sigurðssyni.vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að það hafi verið dýrmætt að skora skömmu fyrir hálfleik í leiknum gegn ÍA í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt. Við vissum að Skagamenn yrðu vel skipulagðir, spiluðu sterkan varnarleik og myndu beita skyndisóknum. Þeir fengu eitt gott færi eftir skyndisókn en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðum við betri tökum á þessu, skoruðum gott mark og svo spiluðum við vel í seinni hálfleik,“ sagði Heimir í leikslok. „Við sköpuðum góð færi í seinni hálfleik og skoruðum góð mörk. Ég var ánægður með flotið á boltanum og við fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Svo var jákvætt að fremstu mennirnir okkar skoruðu. Allt var eins og það átti að vera í kvöld.“ Valsmenn spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og líklega sinn besta bolta á tímabilinu hingað til að mati Heimis. „Ég held það, allavega hvað varðar sóknarleikinn er þetta það besta sem við höfum gert. En við þurfum að halda áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti. Að sögn Heimis verða engar breytingar á leikmannahópi Vals og þá staðfesti hann að Sigurður Egill Lárusson yrði áfram hjá félaginu. Jón Þór: Látum þetta ekki slá okkur út af laginu Skagamenn hafa aðeins fengið eitt stig eftir sigurinn frækna á Víkingum í 2. umferð Bestu deildarinnar.vísir/hulda margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. „Mér fannst annað markið gera það. En það sem við tökum út úr þessum leik er virkilega öflug frammistaða í fyrri hálfleik. Við hefðum getað verið komnir yfir áður en þeir skoruðu,“ sagði Jón Þór eftir leik. „Auðvitað er þungt og erfitt að fara inn í hálfleikinn með mark í andlitinu. Við annað markið riðlaðist svo allur okkar leikur og við fórum að gera hlutina hver í sínu horni og við það splundraðist liðið. Gott lið eins og Valur nýtir sér það og þeir gerðu það virkilega vel.“ En hvað hefði Jón Þór viljað sjá sitt lið gera betur í seinni hálfleik? „Ég held við hefðum getað brugðist betur við. Auðvitað var áfall að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks. Í hálfleik eru menn svo að járna sig upp og eru virkilega staðráðnir í að koma til baka en fá svo annað markið á sig í staðinn. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur í þeirri stöðu, þétta liðið í staðinn fyrir að gera hlutina í sitt hvoru lagi út um allan völl,“ svaraði Jón Þór. Þrátt fyrir að ÍA hafi tapað tveimur leikjum í röð með fjögurra marka mun er engan bilbug á Jóni Þór að finna. „Blikar voru frábærir í leiknum á laugardaginn og stundum þarftu bara að bera virðingu fyrir því. Við erum að spila við tvö frábær lið og Valsmenn nýttu sér það frábærlega þegar leikur okkar riðlaðist. Við látum þetta ekki slá okkur út af laginu,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Valur ÍA
Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Patrick Pedersen kom Val yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks sem var mjög jafn. Í seinni hálfleik voru Valsmenn miklu sterkari og spiluðu stórvel. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Valsmönnum í 2-0 á 62. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Guðmundur Andri Tryggvason þriðja mark heimamanna. Tryggvi Hrafn skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark Valsmanna á 72. mínútu. Valur er enn í 2. sæti deildarinnar, nú með þrettán stig. ÍA, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð með markatölunni 1-9, er í 7. sætinu með fimm stig. Valsmenn fagna en Aron Bjarki Jósepsson skilur ekki neitt í neinu.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn var daufur með afbrigðum. Hvorugt liðið tók mikla áhættu og leikurinn var einstaklega flatur. Á 24. mínútu fóru Skagamenn í skyndisókn, Kaj Leó í Bartalsstovu átti góða sendingu á Gísla Laxdal Unnarsson sem skaut yfir úr dauðafæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn sóttu Valsmenn æ meira aftur fyrir bakverði ÍA. Eftir eina slíka sókn á 33. mínútu skaut Arnór Smárason framhjá. Og á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Valur svo eftir svipaða sókn. Birkir Heimisson átti þá langa sendingu upp í hægra hornið á nafna sinn Má Sævarsson sem lagði boltann út í vítateiginn á Pedersen sem skoraði af öryggi. Patrick Pedersen fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hann kom Val í 1-0.vísir/hulda margrét Í seinni hálfleik var bara spilað á eitt mark og Valsmenn spiluðu sennilega sinn besta fótbolta á tímabilinu. Sókn Vals var þung og Árni Snær Ólafsson varði tvisvar vel frá Tryggva og Guðmundi Andra. En markið lá í loftinu og það kom 62. mínútu. Árni varði frá Pedersen í dauðafæri, boltinn hrökk á Arnór Smárason sem lagði hann á Tryggva sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Skagamenn voru enn vankaðir eftir mark Tryggva og þremur mínútum voru þeir slegnir í rot. Guðmundur Andri jók þá forskotið í 3-0 þegar hann skoraði eftir sendingu Arnórs sem átti afar góðan seinni hálfleik. Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í vörn Vals áttu náðuga kvöldstund.vísir/hulda margrét Á 72. mínútu átti Alexander Davey ömurlega sendingu út úr vörninni, beint á Birki Heimisson sem fann Tryggva sem sneri boltann laglega í fjærhornið. Skömmu síðar átti varamaðurinn Orri Hrafn Kjartansson skot sem small í stönginni á marki ÍA. Skagamenn gerðu sig aldrei líklega í seinni hálfleik og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð með fjögurra marka mun. Valsmenn eru aftur á móti á fínu róli og spilamennskan í seinni hálfleik var hreinasta afbragð. Heimir: Það besta sem við höfum gert Heimir Guðjónsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Helga Sigurðssyni.vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að það hafi verið dýrmætt að skora skömmu fyrir hálfleik í leiknum gegn ÍA í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt. Við vissum að Skagamenn yrðu vel skipulagðir, spiluðu sterkan varnarleik og myndu beita skyndisóknum. Þeir fengu eitt gott færi eftir skyndisókn en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðum við betri tökum á þessu, skoruðum gott mark og svo spiluðum við vel í seinni hálfleik,“ sagði Heimir í leikslok. „Við sköpuðum góð færi í seinni hálfleik og skoruðum góð mörk. Ég var ánægður með flotið á boltanum og við fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Svo var jákvætt að fremstu mennirnir okkar skoruðu. Allt var eins og það átti að vera í kvöld.“ Valsmenn spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og líklega sinn besta bolta á tímabilinu hingað til að mati Heimis. „Ég held það, allavega hvað varðar sóknarleikinn er þetta það besta sem við höfum gert. En við þurfum að halda áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti. Að sögn Heimis verða engar breytingar á leikmannahópi Vals og þá staðfesti hann að Sigurður Egill Lárusson yrði áfram hjá félaginu. Jón Þór: Látum þetta ekki slá okkur út af laginu Skagamenn hafa aðeins fengið eitt stig eftir sigurinn frækna á Víkingum í 2. umferð Bestu deildarinnar.vísir/hulda margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. „Mér fannst annað markið gera það. En það sem við tökum út úr þessum leik er virkilega öflug frammistaða í fyrri hálfleik. Við hefðum getað verið komnir yfir áður en þeir skoruðu,“ sagði Jón Þór eftir leik. „Auðvitað er þungt og erfitt að fara inn í hálfleikinn með mark í andlitinu. Við annað markið riðlaðist svo allur okkar leikur og við fórum að gera hlutina hver í sínu horni og við það splundraðist liðið. Gott lið eins og Valur nýtir sér það og þeir gerðu það virkilega vel.“ En hvað hefði Jón Þór viljað sjá sitt lið gera betur í seinni hálfleik? „Ég held við hefðum getað brugðist betur við. Auðvitað var áfall að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks. Í hálfleik eru menn svo að járna sig upp og eru virkilega staðráðnir í að koma til baka en fá svo annað markið á sig í staðinn. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur í þeirri stöðu, þétta liðið í staðinn fyrir að gera hlutina í sitt hvoru lagi út um allan völl,“ svaraði Jón Þór. Þrátt fyrir að ÍA hafi tapað tveimur leikjum í röð með fjögurra marka mun er engan bilbug á Jóni Þór að finna. „Blikar voru frábærir í leiknum á laugardaginn og stundum þarftu bara að bera virðingu fyrir því. Við erum að spila við tvö frábær lið og Valsmenn nýttu sér það frábærlega þegar leikur okkar riðlaðist. Við látum þetta ekki slá okkur út af laginu,“ sagði Jón Þór að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti