Þorsteinn Már Ragnarsson hefur fengið félagaskipti frá Stjörnunni í KR og snýr þar með aftur í Vesturbæinn eftir að hafa verið á mála hjá KR-ingum á árunum 2012-2015.
Þorsteinn, sem skorað hefur 32 mörk í 184 leikjum í efstu deild, hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum með Stjörnunni á tímabilinu, seint í leikjunum. Þessi 32 ára kantmaður átti hins vegar fast sæti í byrjunarliði liðsins á síðustu leiktíð og skoraði þá tvö mörk.
Þorsteinn varð Íslandsmeistari með KR árið 2013 og hefur einnig unnið tvo bikarmeistaratitla, með KR árið 2012 og með Stjörnunni árið 2018.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.