Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2022 21:06 Frammistöðu Systra var vel fangað í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. EBU Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira