Of svalir fyrir sjálfa sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. maí 2022 15:31 Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun