Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 10:31 Paz Esteban tók við spænsku leyniþjónustunni CNI árið 2020, fyrst kvenna. Hún hefur nú verið látin taka poka sinn. Vísir/EPA Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu. Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22