Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 10. maí 2022 07:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, mættust í Pallborðinu á Vísi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Í þessari könnun, sem Prósent gerði fyrir blaðið, er Samfylkingin langstærsti flokkur borgarinnar og fengi tæp 27 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa kjörna. Þar á eftir koma Píratar með tæp átján prósent, meira en tíu prósentum meira en í síðustu kosningum og fengju fjóra fulltrúa en hafa tvo í dag. Þvínæst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með rúm sextán prósent atkvæða en flokkurinn fékk rúm 30 prósent síðast. Þetta þýðir að hann myndi missa fjóra af sínum átta fulltrúum í borgarstjórn. Í grafinu hér neðan má fletta í gegnum niðurstöðu síðustu skoðanakannana í borginni. Framsóknarflokkurinn næði inn þremur mönnum eins og raunin hefur verið í undanförnum könnunum en flokkurinn hefur engan í dag og Sósíalistar myndu ná tveimur fulltrúum inn. Viðreisn myndi missa annan sinna fulltrúa og VG héldu sínum eina. Flokkur fólksins heldur einnig sínum eina fulltrúa en aðrir flokkar, þar á meðal Miðflokkurinn mælast ekki með menn inni. Í Fréttablaðinu segir einnig frá því hvernig fylgi skiptist milli hverfa og má sjá að Samfylkingin fengi 42 prósent fylgi í miðborginni og 36 prósent í Vesturbænum. Píratar eru sterkastir í póstnúmeri 109 þar sem þeir mælast með 27 prósent. Sjálfstæðismenn mælast stærstir í Árbæ og Grafarvogi, um 27 og 25 prósenta fylgi. Nánar má lesa um könnunina í frétt Fréttablaðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira