„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir er ein tólf sem hafa spilað hundrað leiki fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Hulda Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira