Saman eru okkur allir vegir færir Anton Kári Halldórsson skrifar 10. maí 2022 07:30 D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar