Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 7. maí 2022 22:01 Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Helga Þórðardóttir Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun