Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 17:22 Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft var sérstaklega til aðgerða til að verja stöðu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, eldra fólks, leigjenda og barnafjölskyldna. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðirnar ekki fela mikið meira í sér en einfalda verðbólguleiðréttingu á kjörum þessara hópa. Vísir Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24