Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 17:22 Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft var sérstaklega til aðgerða til að verja stöðu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, eldra fólks, leigjenda og barnafjölskyldna. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðirnar ekki fela mikið meira í sér en einfalda verðbólguleiðréttingu á kjörum þessara hópa. Vísir Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum