Pappatré í Paradís Sóley Kaldal skrifar 7. maí 2022 08:15 Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun