Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 14:12 Ásgeir Ólafsson Lie (t.v.) vill að frambjóðendur og þingmaður Flokks fólksins fordæmi grein sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson (t.h.) skrifaði um Kattaframboðið og oddvita þess, Snorra Ásmundsson. Aðsend Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53