Ekki sjálfgefið
Hún greindist með krabbameinið einungis sjö dögum eftir að hún eignaðist sitt þriðja barn.
„Það var ekki sjálfgefið að þessum áfanga yrði náð – ég er ein af þeim heppnu - og ég þakka hvern einasta dag þau forréttindi að vera ennþá lifandi,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.
Lætur draumana rætast
Það var rúmt ár liðið frá því að Hildur kláraði lyfjameðferð þegar hún skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Nú, fjórum árum seinna, gerir hún gott betur og skipar fyrsta sætið.
„Það er nefnilega hægt að rísa upp af botninum og láta drauma sína rætast,“ segir í færslunni.