Sögulegt ávarp í þingsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:01 Birgir Ármannsson segir að ávarp Úkraínuforseta á Alþingi í dag sé einstæður viðburður í sögu þingsins. Vísir Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06