Sögulegt ávarp í þingsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:01 Birgir Ármannsson segir að ávarp Úkraínuforseta á Alþingi í dag sé einstæður viðburður í sögu þingsins. Vísir Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06