Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. maí 2022 13:30 Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem flytur ávarp í þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira